fbpx
Fimmtudagur 03.október 2024
433Sport

Hödda Magg blöskrar ummæli Hareide frá því í gær – „Risaeðlu hugsunarháttur“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 3. október 2024 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn ástsæli íþróttafréttamaður, Hörður Magnússon er ekki hrifin af því hvernig Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands, talar um Hákon Rafn Valdimarsson markvörð Brentford og landsliðsins.

Í annað sinn á mánuði fór Hareide í gær að ræða um það að staða Hákons í landsliðinu væri í óvissu, ástæðan er það hversu lítið hann spilar með félagsliði sínu.

„Ég er ekki sáttur með stöðuna. Hann spilaði gegn Leyton Orient og var í boltanum en það reyndi lítið á hann, Elías spilar reglulega í Danmörku og Patrik með Kortrijk í Belgíu eru. Við verðum að bíða og sjá,“ sagði Hareide meðal annars.

Þetta finnst Herði ekki rétt nálgun. „Stórfurðuleg nálgun enn og aftur hjá norska landsliðsþjálfaranum varðandi Hákon. Hákon var einn eftirsóttasti markmaður Evrópu þegar hann fór frá Elfsborg . Hann hafnaði m.a. FC Kaupmannahöfn og Aston Villa. Gæti orðið aðalmarkvörður Brentford á næstu misserum,“ skrifar Hörður í færslu á Facebook.

Hann telur að stærri vandamál séu fyrir framan Hareide en að pæla í stöðu Hákonar. „Held að það séu stærri álitamál varðandi val á leikmönnum eða sæti í byrjunarliði. Risaeðlu hugsunarháttur,“ segir Hörður.

Hörður segir að staða Hákons sé í góðu lagi. „Hann hefur spilað 2 leiki fyrir Brentford og síðan 2 landsleiki. Skil ekki vandamálið . Markmanns staðan er sérstök eins og við vitum . Getur aðeins einn verið í marki. Hvort er betra að vera með markmann númer 2 í úrvalsdeildarliði eða nr 1 í Skandinavíu . Það labbar enginn Íslendingur í byrjunarlið í ensku úrvalsdeildinni,“ segir Hörður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Hefur nokkuð miklar áhyggjur af stöðu Hákons í Englandi

Hefur nokkuð miklar áhyggjur af stöðu Hákons í Englandi
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Liverpool hefur áhuga á að kaupa varnarmanninn sem United vildi fá

Liverpool hefur áhuga á að kaupa varnarmanninn sem United vildi fá
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Hareide með kenningu um af hverju þetta vandamál er til staðar á Íslandi

Hareide með kenningu um af hverju þetta vandamál er til staðar á Íslandi
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Aron Einar á leið í myndatöku – Kemur í ljós þar hvort hann verði með landsliðinu í næstu viku

Aron Einar á leið í myndatöku – Kemur í ljós þar hvort hann verði með landsliðinu í næstu viku
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þessir þrír aðilar sagðir koma til greina hjá United ef Ten Hag verður rekinn

Þessir þrír aðilar sagðir koma til greina hjá United ef Ten Hag verður rekinn
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Miðjumaður City handtekinn á næturklúbb – Rændi síma og verður ákærður

Miðjumaður City handtekinn á næturklúbb – Rændi síma og verður ákærður