Það gæti orðið endurkoma hjá Neymar til Barcelona næsta sumar en samkvæmt Sport á Spáni er mikill áhugi fyrir því.
Neymar hefur ekki spilað fótbolta í eitt ár eftir að hafa slitið krossband með Al-Hilal í Sádí Arabíu.
Stutt er í endurkomu kappans á völlinn en samningur hans í Sádí rennur út næsta sumar.
Neymar átti góð ár hjá Barcelona áður en PSG keypti hann á 222 milljónir evra árið 2017 og er hann enn í dag dýrasti leikmaður sögunnar.
Börsungar vilja fá hann aftur til sína og segir Sport að félagið muni reyna að ganga frá samningi við hann strax í janúar þegar félagið má ræða við hann.