Eiður Smári Guðjohnsen og sonur hans Sveinn Aron eru mættir á Stamford Bridge í kvöld þar sem Chelsea tekur á móti Gent í Sambandsdeildinni.
Í byrjunarliði Gent er Andri Lucas Guðjohnsen sonur Eiðs og bróðir Sveins.
„Þarna í hópnum er Andri Guðjohnsen. Sást síðast á Stamford Bridge sem ungabarn að fagna með pabba sínum í tíð Jose Mourinho, þarna er hann Eiður Smári,“ sagði lýsandinn í breska sjónvarpinu.
Andri og félagar eru að tapa 1-0 fyrir Chelsea en Eiður Smári er goðsögn hjá Chelsea eftir magnaða tíma þar sem leikmaður.
Myndband af Eiði og Sveini Aroni má sjá hér að neðan.
Eidur Gudjohnsen watches on as his son Andri lines up for Gent against his old club Chelsea 👏🔵 pic.twitter.com/28sbQeOwNi
— Football on TNT Sports (@footballontnt) October 3, 2024