Það er ekki bara innan vallar sem allt klikkar hjá Manchester United þessa dagana heldur utan vallar líka.
Lið United er mætt til Portúgals þar sem liðið heimsækir Porto í Evrópudeildinni í kvöld. Ferðalag liðsins til Portúgals gekk ekki vel.
Þannig átti flugvél liðsins að fara af stað klukkan 15:00 í gær en vegna veðurs varð að seinka för.
Þannig fór vélin ekki í loftið fyrr en 18:10 vegna rigningar og þoku sem var í Manchester.
Þetta varð til þess að Erik ten Hag var um tveimur tímum of seinn á fréttamannafund sinn sem hann hélt á vellinum.
Leikurinn á morgun er ansi mikilvægur fyrir Ten Hag sem þarf á sigri að halda til að eiga von á því að halda starfinu.