Ousmane Dembele sóknarmaður PSG var í agabanni í fyrradag þegar liðið heimsótti Arsenal í Meistaradeild Evrópu.
Dembele og Luis Enrique stjóri PSG lentu í stríði eftir leik PSG um helgina.
Sökum þess ákvað stjórinn að henda þeim franska út úr hópnum og setja hann í agabann gegn Arsenal.
Agabannið mun þó ekki vara lengi því Dembele hefur beðið Enrique afsökunar á framkomu sinni, var það krafa stjórans að það yrði gert.
Því er búist við því að Dembele mæti aftur til leiks á sunnudag þegar PSG mætir Nice í frönsku deildinni.