Frank de Boer sem stundum er kallaður lélegasti þjálfari í sögu ensku úrvalsdeildarinnar er lítið hrifin af samlanda sínum Joshua Zirkzee.
Zirkzee sem er sóknarmaður var keyptur til Manchester United í sumar frá Bologna, hann eins og fleiri hjá United hafa spilað illa undanfarið.
De Boer var að greina leik Manchester United og Tottenham um helgina þar sem United fékk 0-3 skell.
„Horfið á Zirkzee, hann átti martraðarleik. Hann var ömurlegur,“ sagði De Boer í hollensku sjónvarpi.
De Boer var þjálfari Crystal Palace árið 2017 en var rekinn eftir fimm leiki í starfi en þeir töpuðust allir.
„Hversu oft tók hann ranga ákvörðun á vellinum?.“
„Hann átti eitt skot á markið sem var varið en hann er algjör meistari í því að tapa boltanum.“
„Ég horfði á hann í upphitun og hann var að skjóta á markið, hann skaut öllum boltum langt yfir.“