„Við erum mældir eftir því hvernig við stöndum upp núna og skilum seinni hálfleiknum af okkur,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari KR í þrumuræðu i hálfleik gegn Fram um helgina.
Myndavélum var hleypt inn í klefann hjá KR þar sem liðið vann ótrúlegan 7-1 sigur á Fram.
Sumarið hefur reynst erfitt hjá KR en sigurinn var nærandi fyrir liðið sem er nú svo gott sem búið að bjarga sætinu sínu í deildinni.
„Labbið inn á fokking stoltir, með kassann úti. Fókusseraðir í færslunum, þegar við vinnum boltann passið upp á hann,“ sagði Óskar og hélt áfram
„Horfið upp, gerið hlutina hratt. Gerið þá vel og verið með sjálfstraust.“
Óskar Hrafn tók við þjálfun KR í byrjun ágúst en hann hafði þá verið ráðgjafi og yfirmaður knattspyrnumála í nokkrar vikur áður en hann tók við liðinu.
Ræðu hans um helgina má sjá hér að neðan.
@baejarinsbeztupylsur „Gerum hlutina vel og verum með sjálfstraust“ – Óskar Hrafn @krultras @Besta Deildin ♬ Anchor Point – Ahmed Spins