Matheus Nunes var handtekinn á næturklúbbi í síðasta mánuði og liggur undir grun fyrir það að hafa stolið síma af manni sem var þar einnig.
Nunes var staddur í Madríd á Spáni þegar þessi 26 ára miðjumaður City var handtekinn.
Meint atvik átti sér stað þegar klukkan var 05:30 að morgni. Maður sem reyndi að taka mynd af Nunes fór í taugarnar á honum og reif hann af honum símann.
Nunes neitaði að láta símann af hendi og var lögreglan kölluð til, Nunes var í kjölfarið handtekinn.
Farið var með Nunes á lögreglustöð í Madríd þar sem skýrsla var tekin af honum og eftir nokkra klukkutíma var honum sleppt úr haldi.
Spænskir miðlar segja að búist sé við því að ákæra verði lög fram á Nunes fyrir þjófnaðinn.