Samkvæmt fréttum vilja leikmenn Manchester United sjá Ruud van Nistelrooy taka við stjórn liðsins ef Erik ten Hag verður rekinn.
Nistelrooy var ráðinn aðstoðarþjálfari United í sumar en samkvæmt Daily Star er hann afar vinsæll á meðal leikmanna.
Nistelrooy skoraði 150 mörk í 219 leikjum sem leikmaður United. Segir Daily Star að stór hluti leikmanna vilji Nistelrooy í starfið.
Ten Hag er sagður vera á barmi þess að missa starfið sitt eftir slæma byrjun á tímabilinu, liðið á leiki gegn Porto og Aston Villa í vikunni.
Fari þeir illa er talið nánast öruggt að Ten Hag verði rekinn en þá kemur tveggja vikna frí vegna landsleikja.