Age Hareide landsliðsþjálfari Íslands hefur verulegar áhyggjur af því að Hákon Rafn Valdimarsson markvörður Brentford sé lítið að spila.
Hákon hefur spilað tvo leiki með enska félaginu á þessari leiktíð en báðir voru í deildarbikarnum.
Hareide valdi landsliðshóp sinn fyrir komandi leiki gegn Wales og Tyrklandi í Þjóðadeildinin þar sem hann ýjaði að breytingum.
„Ég er ekki sáttur með stöðuna. Hann spilaði gegn Leyton Orient og var í boltanum en það reyndi lítið á hann,“ sagði Hareide á blaðamannafundi í dag.
„Elías spilar reglulega í Danmörku og Patrik með Kortrijk í Belgíu eru. Við verðum að bíða og sjá.“
„Hákon er klókur drengur, hann áttar sig á því að hann er ekki að spila nóg. Hákon hefur staðið sig vel en við þurfum að skoða stöðuna þegar við horfum á undankeppni HM á næsta ári.“
Hareide segist ætla að ræða málið við Hákon þegar hópurinn kemur saman á mánudag. „Við verðum að ræða saman, þetta eru þrír góðir markverðir sem við höfum.“