fbpx
Mánudagur 04.nóvember 2024
433Sport

Hareide með kenningu um af hverju þetta vandamál er til staðar á Íslandi

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 2. október 2024 13:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Age Hareide landsliðsþjálfari Íslands telur að gervigrasvæðing á Íslandi og í fleiri löndum sé ástæða þess að ekki eru til jafn góðir varnarmenn og áður. Er þetta stærsti hausverkur Hareide þegar kemur að vali í landsliðið.

Á árum áður voru yfirleitt ansi margir varnarmenn sem voru til taks á meðan veikleikinn var í sóknarleiknum. Þetta er öfugt í dag.

Hareide sagðist hafa verið að ræða þetta við fólk undanfarið en þetta vandamál er víðar en á Íslandi.

„Það er sama vandamál í Svíþjóð og Noregi, þau eins og Ísland eru lönd sem nota mikið gervigras. Það er erfiðara að búa til varnarmenn á gervigrasi,“ sagði Hareide.

Hareide segir að það sé allt öðruvísi að verjast á gervigrasi, þetta verði til þess að varnarmenn frá þessu löndum lenda í vandræðum þegar keppt er á hinu stóra sviði þar sem allir leikir fara fram á náttúrulegu grasi.

„Það er öðruvísi að verjast á gervigrasi, ég hef séð leiki á Íslandi og þar er vandamálið það að varnarmenn loka ekki nógu vel á sóknarmenn. Þeir loka ekki á fyrirgjafir því þeir óttast að vera teknir á og vera skildir eftir.“

„Það er erfiðara að búa til góða varnarmenn á gervigrasi, það er pirrandi að gefa auðveld mörk. Ef við gefum mörk þá pirrar það mann, það skilur liðið eftir í vandræðum. Varnarleikur er svo mikilvægur í fótbolta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Grindavík æfir í Kaplakrika en mjög ólíklegt að liðið spili þar næsta sumar

Grindavík æfir í Kaplakrika en mjög ólíklegt að liðið spili þar næsta sumar
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Tuchel fær slaka og þarf ekki að vera jafn mikið á svæðinu og Southgate

Tuchel fær slaka og þarf ekki að vera jafn mikið á svæðinu og Southgate
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Áhugaverð tíðindi frá Arsenal – Nánasti starfsmaður Arteta segir upp

Áhugaverð tíðindi frá Arsenal – Nánasti starfsmaður Arteta segir upp
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ratcliffe með sleggju – Jarðar leikmannahóp United í áhugaverðu viðtali

Ratcliffe með sleggju – Jarðar leikmannahóp United í áhugaverðu viðtali
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Fernandes bað Ten Hag afsökunar: ,,Ég reyndi að hjálpa“

Fernandes bað Ten Hag afsökunar: ,,Ég reyndi að hjálpa“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Maresca ósáttur: ,,Augljóslega rautt spjald“

Maresca ósáttur: ,,Augljóslega rautt spjald“
433Sport
Í gær

Ekkert lið klúðrað fleiri dauðafærum á tímabilinu

Ekkert lið klúðrað fleiri dauðafærum á tímabilinu
433Sport
Í gær

Hrafnkell ómyrkur í máli – „Þetta er illa vandræðalegt“

Hrafnkell ómyrkur í máli – „Þetta er illa vandræðalegt“