Andy van der Meyde fyrrum knattspyrnumaður hefur gengið í gegnum mikla erfiðleika í lífinu en hann hefur glímt við mörg vandamál.
Hollenski kappinn glímdi við þunglyndi, áfengisfíkn, eiturlyfjafíkn og kynlífsfíkn á tólf ára ferli sínum sem atvinnumaður.
Árið 2005 var hann keyptur til Everton á Englandi fyrir háa fjárhæð og miklar væntingar gerðar til hans, hann stóð ekki undir því.
Í nýlegu viðtali greinir hann frá því þegar eiginkona hans á þeim tíma greip hann við framhjáhald í Bítlaborginni.
„Ég keypt mér Ferrari og fyrsta stopp var á Newz barnum í Liverpool sem var vinsæll staður,“ sagði Vand der Meyde.
„Eftir að hafa drukkið í nokkra klukkutíma þá keyrði ég á næsta strippstað.“
Hann segir að það hafi ekki verið mjög gáfulegt. „Að vera fullur á strippstað í Liverpool var ekki skynsamlegt en ég elskaði naktar konur.“
„Ég sá dökkhærða konu sem ég vildi stunda kynlíf með, eftir að hafa náð því markmiði varð ég háður Lisu. Hún var villt, tryllt og svo gröð.“
Eiginkona hans á þeim tíma, Diane var farin að gruna að það væri eitthvað í gangi.
„Ég sagði við hana að ég ætlaði að gista á hóteli vegna meiðsla, ég þyrfti hvíld. Ég var bara að halda framhjá henni.“
„Hún leigði einkaspæjara sem tók myndir og myndbönd af mér með Lisu og hringdi svo í mig. Ég neitaði öllu en hún vissi þetta.“