Barcelona hefur staðfest að félagið hafi gengið frá samningi við Wojciech Szczęsny sem var án félags.
Markvörðurinn semur við Barcelona út þessa leiktíð.
Börsungar vildu fá inn markvörð eftir að Marc Andre-ter Stegen sleit krossband á dögunum.
Szczęsny tók ákvörðun í sumar um að hætta en hann átti þá ár eftir af samningi sínum við Juventus.
Juventus greiddi honum 4 milljónir evra fyrir að hætta og þarf Barcelona nú að borga Juventus þá upphæð.
Szczęsny er pólskur markvörður sem varð að stjörnu þegar hann varði mark Arsenal en hann fór síðar til Ítalíu og lék með Roma og Juventus.