fbpx
Miðvikudagur 02.október 2024
433Sport

Aron Einar á leið í myndatöku – Kemur í ljós þar hvort hann verði með landsliðinu í næstu viku

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 2. október 2024 13:25

Aron Einar í landsleik með Íslandi ©Anton Brink 2020

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aron Einar Gunnarsson fyrirliði íslenska landsliðshópsins gæti komið inn í hópinn sem Age Hareide kynnti í dag fyrir leiki gegn Wales og Tyrklandi.

Aron spilaði sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í Katar í gær og átti fínan leik í góðum sigri í Meistaradeildinni í Asíu.

Aron fann til aftan í læri í leiknum og er á leið í myndatöku þar sem kemur í ljós hvort hann komi inn í hópinn.

„Hann fann til aftan í lærinu og fer í myndatöku, við sjáum svo hver staðan er,“ sagði Hareide á fréttamannafundi í dag.

Hareide talaði um að ekki væri gott að fá inn mann í hópinn sem væri tæpur vegna meiðsla. Verði Aron ekki klár er búist við því að Júlíus Magnússon verði kallaður inn í hópinn.

Aron er að koma sér á fulla ferð eftir erfið meiðsli en lék sex leiki með Þór í Lengjudeildinni áður en hann skipti yfir til Katar og er byrjaður að spila þar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Hvað var leikmaður Arsenal að reykja í miðjum leik? – Myndband sem vekur gríðarlega athygli

Hvað var leikmaður Arsenal að reykja í miðjum leik? – Myndband sem vekur gríðarlega athygli
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Myndavélin komst inn í klefa hjá Óskari Hrafni um helgina: Þrumuræða hans vekur athygli – „Labbið inn á fokking stoltir“

Myndavélin komst inn í klefa hjá Óskari Hrafni um helgina: Þrumuræða hans vekur athygli – „Labbið inn á fokking stoltir“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Svona var gengi síðustu þjálfara United áður en þeir voru reknir – Ten Hag í slæmum málum miðað við það

Svona var gengi síðustu þjálfara United áður en þeir voru reknir – Ten Hag í slæmum málum miðað við það
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Meistaradeildin: Arsenal lítið með boltann en vann góðan sigur – Celtic var niðurlægt í Þýskalandi

Meistaradeildin: Arsenal lítið með boltann en vann góðan sigur – Celtic var niðurlægt í Þýskalandi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Áfrýjun United skilaði sínu – Viðurkenna að rauða spjaldið var rangt og Bruno fer ekki í bann

Áfrýjun United skilaði sínu – Viðurkenna að rauða spjaldið var rangt og Bruno fer ekki í bann
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Óvinur Nistelrooy telur að hann grafi undan Ten Hag og bíði eftir að hann verði rekinn

Óvinur Nistelrooy telur að hann grafi undan Ten Hag og bíði eftir að hann verði rekinn