fbpx
Mánudagur 04.nóvember 2024
433Sport

Segir Jóhann Inga hafa drullað í brækurnar af hræðslu við Samma og Davíð

433
Þriðjudaginn 1. október 2024 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristján Óli Sigurðssonn sparkspekingur Þungavigtarinnar kennir Jóhanni Inga Jónssyni dómara um að HK hafi tapað gegn Vestra á sunnudag. Hann saka Jóhann um að hafa verið hræddan við Samúel Samúelsson formann Vestra og Davíð Smára Lamude þjálfara liðsins.

Vestri vann 2-1 sigur í leiknum og með honum komst liðið upp úr fallsæti og setti HK í slæma stöðu í fallbaráttunni þegar þrír leikir eru eftir.

„Jóhann Ingi Jónsson drullar í brækurnar, Arnþór Ari skallar boltann sem fer í hendina á leikmanni Vestra og ekkert dæmt. Ótrúlegt ákvörðun, þetta er ekkert annað en hræðsla við Davíð og Samma. Ekkert annað, þetta er rándýrt í svona leikjum,“ sagði Kristján í Þungavigtinni.

„Svo var seinna markið, þar er brot. Þar rífur leikmaður Vestra í Birni, stóru ákvarðanir féllu með Vestra. Ég sá ekki story eða Twitt frá Samma um dómgæslu í gær, hann grjótheldur kjafti núna.“

Mikael Nikulásson taldi að Kristján Óli væri á villigötum með þessum ummælum sínum. „Þeir voru miklu betra lið, það var ekki dómaranum að kenna að Vestri tók þrjú stig. Vestri var miklu betra lið í leiknum. Það er magnað að hlusta á Stjána væla yfir dómaraákvörðunum í þessum leik. Þetta var 50/50 í seinna markinu, þetta var ekkert augljóst brot.“

„HK-ingar voru ekkert að kvarta, Stjáni er sá eini sem er að kvarta og síðast þegar ég vissi var hann Bliki.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Grindavík æfir í Kaplakrika en mjög ólíklegt að liðið spili þar næsta sumar

Grindavík æfir í Kaplakrika en mjög ólíklegt að liðið spili þar næsta sumar
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Tuchel fær slaka og þarf ekki að vera jafn mikið á svæðinu og Southgate

Tuchel fær slaka og þarf ekki að vera jafn mikið á svæðinu og Southgate
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Áhugaverð tíðindi frá Arsenal – Nánasti starfsmaður Arteta segir upp

Áhugaverð tíðindi frá Arsenal – Nánasti starfsmaður Arteta segir upp
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ratcliffe með sleggju – Jarðar leikmannahóp United í áhugaverðu viðtali

Ratcliffe með sleggju – Jarðar leikmannahóp United í áhugaverðu viðtali
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fernandes bað Ten Hag afsökunar: ,,Ég reyndi að hjálpa“

Fernandes bað Ten Hag afsökunar: ,,Ég reyndi að hjálpa“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Maresca ósáttur: ,,Augljóslega rautt spjald“

Maresca ósáttur: ,,Augljóslega rautt spjald“
433Sport
Í gær

Ekkert lið klúðrað fleiri dauðafærum á tímabilinu

Ekkert lið klúðrað fleiri dauðafærum á tímabilinu
433Sport
Í gær

Hrafnkell ómyrkur í máli – „Þetta er illa vandræðalegt“

Hrafnkell ómyrkur í máli – „Þetta er illa vandræðalegt“