Andy Mitten sem er fréttamaður í kringum Manchester United segir að leikmenn Manchester United efist mikið um leikstíl liðsins undir stjórn Erik ten Hag.
Ten Hag er á barmi þess að missa starfið sitt en félagið skoðaði það alvarlega í sumar að reka hann.
„Klukkutíma eftir að liðið varð enskur bikarmeistari þá ræddi ég við leikmennina fyrir utan klefann og ræddi um Ten Hag við þá. Ég tók þessi samtöl ekki upp, það sagði enginn að það ætti að reka hann en enginn vildi gefa það út að hann ætti að vera áfram,“ sagði Mitten.
Mitten sér um að skrifa United blað sem gefið er út fyrir flesta heimaleiki þess.
„Það var ljóst að leikmennirnir höfðu áhyggjur af leikstílnum sem þjálfarinn vill spila.“
„Einn þeirra sagði mér að það væri óboðlegt að Sheffield United og Burnley væru að mæta á Old Trafford og vaða í færum.“