Cristiano Ronaldo var á skotskónum þegar Al-Nassr vann 2-1 sigur á Al-Rayyan í Meistaradeild Asíu í gær.
Ronaldo hefur skorað sjö mörk í átta leikjum á tímabilinu. Ronaldo fagnaði innilega þegar hann skoraði og fyrir því var góð og gild ástæða.
Ronaldo tileinkaði markið föður sínum sem hefði orðið 71 árs gamall í gær ef hann hefði lifað.
Jose lést árið 2005 þegar Ronaldo var tvítugur en andlát hans tengdist mikilli drykju hans og gaf lifrin sig.
„Markið var merkilegra fyrir mig en önnur, ég hefði óskað þess að faðir minn væri á lífi á afmælisdegi sínum,“ sagði Ronaldo eftir leik.
Markið sem Ronaldo skoraði má sjá hér að neðan.
This angle of Cristiano Ronaldo’s goal is INSANE! Just look at how the ball spins! 🤯pic.twitter.com/vQRdHk4NVO
— LLF (@laligafrauds) September 30, 2024