Bruno Fernandes fyrirliði Manchester United mun ekki þurfa að taka út leikbann þrátt fyrir rautt spjald gegn Tottenham um helgina.
Bruno og Manchester United áfrýjuðu banninu til enska sambandsins.
Sambandið tók málið fyrir og var á því að dómurinn hefði verið rangur og Bruno sleppur því við leikbann.
Bruno átti að fara í þriggja leikja bann eins og venjan er vegna rauðs spjalds en svo verður ekki.
Hann má því leika gegn Aston Villa á næstu sunnudag en liðið fer þá í heimsókn á Villa Park.