Nýjasti þáttur af Íþróttavikunni er kominn út en þar er Stefán Pálsson, sagnfræðingur og íþróttaáhugamaður, gestur.
Þættirnir koma út alla föstudaga hér á 433.is, Hringbraut.is og í Sjónvarpi Símans. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson eru umsjónarmenn.
Það er farið yfir öll helstu tíðindi vikunnar úr íþróttaheiminum, handboltalandsliðið, enska boltann og margt fleira í þætti dagsins.
Þátturinn er aðgengilegur í spilaranum hér að ofan, sem og á ofangreindum stöðum. Þá er hann einnig aðgengilegur í hlaðvarpsformi á helstu veitum.