fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
433Sport

Gylfi Þór búinn að rifta samningi sínum í Danmörku – Íhugar næstu skref sín

Hörður Snævar Jónsson
Sunnudaginn 21. janúar 2024 10:44

Mynd - Lyngby

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt mjög öruggum heimildum 433.is hefur Gylfi Þór Sigurðsson rift samningi sínum við danska félagið Lyngby. Hefur hann því spilað sinn síðasta leik þar á bæ.

Gylfi Þór hefur ekki æft með liðinu undanfarnar vikur vegna meiðsla og nú er ljóst að hann snýr ekki aftur til danska félagsins.

Samkvæmt heimildum 433.is er Gylfi Þór að íhuga framtíð sína, hann er nú í endurhæfingu vegna meiðslanna og útkoman þar hefur mikil áhrif á næstu skref hans.

Danska félagið sendi út tilkynningu í morgun um að Gylfi væri á leið til Spánar í endurhæfingu og vonaðist félagið eftir að hann kæmi til baka í febrúar. Af því verður ekki enda hefur samningum verið rift.

Gylfi snéri aftur á knattspyrnuvöllinn síðasta haust eftir tveggja ára hlé, hann hafði verið að finna taktinn þegar bakslag kom í endurhæfinguna.

Freyr Alexandersson fékk Gylfi til að snúa aftur á völlinn en Freyr hætti sem þjálfari Lyngby í upphafi árs og nú hefur Gylfi rift samningi sínum.

Gylfi snéri aftur í íslenska landsliðið síðasta haust og bætti þá markametið hjá liðinu þegar hann skoraði tvö mörk í sigri gegn Liechtenstein.

Gylfi Þór er 34 ára gamall en í fjölda ára lék hann á Englandi og lék þar með Swansea, Tottenham, Everton og Reading en hann lék einnig í Þýskalandi og þá með Hoffenheim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Byrjunarliðin í enska boltanum – Rashford ekki með

Byrjunarliðin í enska boltanum – Rashford ekki með
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Tjáir sig um slagsmál sem fáir hafa heyrt um: Var aðeins tímaspursmál – ,,Vorum að fá okkur í glas og hann endaði kvöldið með glóðarauga“

Tjáir sig um slagsmál sem fáir hafa heyrt um: Var aðeins tímaspursmál – ,,Vorum að fá okkur í glas og hann endaði kvöldið með glóðarauga“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

,,Sjáðu mamma, ég spilaði fótboltaleik í gær“

,,Sjáðu mamma, ég spilaði fótboltaleik í gær“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Töluðu við nýtt vitni sem hafði allt aðra sögu að segja: Vissi ekki að konan væri á staðnum – ,,Báðu öryggisverði um að fjarlægja hana“

Töluðu við nýtt vitni sem hafði allt aðra sögu að segja: Vissi ekki að konan væri á staðnum – ,,Báðu öryggisverði um að fjarlægja hana“