Raphael Varane varnarmaður Manchester United nýtir fríið sitt þessa dagana til þess að vera á skíðum og skemmtir sér með fjölskyldunni sinni þar.
Varane birti mynd af sér á Instagram þar sem hann er klæddur í Tindur Down Jacket úlpu frá 66 Norður.
Líklegt verður að teljast að Varane hafi verslað úlpuna í glæsilegri verslun 66 Norður í London.
Varane hefur verið hjá Manchester United í tæp þrjú ár en hann átti mögnuð ár hjá Real Madrid áður en hann kom til Englands.
Fötin frá 66 Norður eru vinsæl í heimi fótboltans en Thomas Frank, stjóri Brentford er iðulega klæddur í fatnað frá þeim.