Callum Hudson-Odoi vonar að stuðningsmenn Chelsea muni klappa fyrir sér um næstu helgi er hann mætir sínu fyrrum félagi.
Hudson-Odoi er í dag hjá Nottingham Forest eftir að hafa yfirgefið Chelsea en hann er uppalinn hjá því síðarnefnda.
Englendingurinn var gríðarlegt efni á sínum tíma en náði í raun aldrei að sanna sig almennilega á Stamford Bridge.
,,Ég fékk mín tækifæri hjá Chelsea og spilaði marga leiki en á ákveðnum tímapunkti þá horfði ég á stöðuna og ákvað það að það væri rétti tíminn til að fara,“ sagði vængmaðurinn.
,,Þú þarft að átta þig á því hvenær það er rétt að fara annað og þetta var minn tími. Ég þurfti að finna minn eigin fótbolta á ný og byrja að njóta þess að spila.“
,,Það verður gaman að mæta Chelsea aftur um næstu helgi, ég hef ekki snúið aftur síðan ég fór. Vonandi baula stuðningsmennirnir ekki á mig, ég vona að þeir klappi fyrir mér.“