Starf Erik ten Hag er í hættu hjá Manchester United eftir slæmt tap gegn Tottenham í gær og slæma byrjun á tímabilinu.
Algjört hrun er í gangi hjá Ten Hag og hefur verið frá því á síðustu tímabil þar sem liðið endaði afar illa í deildinni.
Gary Neville fyrrum fyrirliði Manchester United var þjálfari árið 2015 þegar hann stýrði Valencia og er hann stundum kallaður lélegasti þjálfari sögunnar.
Neville stýrði Valencia í 28 leikjum og ekkert gekk en það er áhugavert að tölfræði Ten Hag með United í síðustu 28 leikjum er verri en tölfræðin var hjá Neville.
Forráðamenn United eru sagðir skoða það að reka Ten Hag og verður ákvörðun um það tekin eftir næstu helgi hvaða átt félagið ætlar í.
Gary Neville hjá Valencia
• 28 leikir
• 11 töp
• 39 mörk skoruð
• 38 mörk á sig
Ten Hag
• síðustu 28 leikir
• 13 töp
• 35 mörk soruð
• 45 mörk á sig