Mark Halsey fyrrum dómari í ensku úrvalsdeildinni segir að Manchester United eigi að áfrýja rauða spjaldinu á Bruno Fernandes frá því í gær.
Bruno fékk að líta rauða spjaldið í 3-0 tapi gegn Tottenham í gær og ef allt er eðlilegt missir hann af næstu þremur leikjum.
Halsey telur hins vegar að United geti áfrýjað þessu enda voru flestir á því að Chris Kavanagh dómari leiksins hafi gert mistök.
„Þetta leit illa út í fyrst og maður getur skilið Chris Kavanagh. Þetta brot fellur samt ekki undir það að vera gróft brot,“ segir Halsey.
„Þarna má gagnrýna VAR því þegar þú sérð þetta aftur er þetta ekki rautt spjald.“
„Ég held að Manchester United hafi sterkt mál til að áfrýja og þeir eiga að gera það.“