Það voru læti á Spáni í þegar nágrannaslagur Atletico Madrid og Real Madrid fór fram, svo mikil að stöðva þurfti leikinn um tíma.
Rosaleg læti voru á vellinum og það mikil að dómarinn stöðvaði leikinn um tíma. Diego Simeone þjálfari Atletico og Koke leikmaður liðsins báðu stuðningsmenn að hætta.
Stuðningsmenn Atletico höfðu þá verið að kasta hlutum í Thibaut Courtois markvörð Real Madrid. Dómarinn stöðvaði leikinn vegna þess.
Eitt af því sem Courtois fékk yfir sig var poki fullur af skít.
Um er að ræða granna í Madríd borg en leiknum lauk með 1-1 jafntefli að þessu sinni. Eder Militao kom Real yfir á 64. mínútu en Atletico tókst að jafna á 95. mínútu með marki Angel Correa.
Atletico var alls ekki verri aðilinn í leiknum og líklegra til að ná í sigurinn en frammistaða Real var ekki heillandi.
Atletico er í þriðja sæti deildarinnar með 16 stig, tveimur stigum á eftir Real sem er í því öðru.
⚠️ Simeone and Koke ask Atlético fans to stop throwing objects to Courtois… as the game has been currently suspended. pic.twitter.com/0n3deNrwln
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 29, 2024