Víkingur komst á topp Bestu deildarinnar á nýjan leik í gær með dramatískum sigri á Val. Leikið var á Hlíðarenda en leiknum lauk með 3-2 sigri Vals þar sem Tarik Ibrahimagic stal senunni fyrir gestina.
Tarik skoraði jöfnunarmark Víkings á 69. mínútu eftir að Birkir Már Sævarsson hafði komið Val í forystu.
Allt stefndi í jafntefli í leiknum en í blálokin skoraði Tarik sitt annað mark til að tryggja Víkingum gríðarlega mikilvæg þrjú stig.
@ifotbolti Sigurmark Víkings á 94’✨ Tarik🥶 Myndband frá: @Knattspyrnufélagið Víkingur #islenskurfotbolti #football #iceland ♬ som original – Patrick 🥏
Víkingar eru með 55 stig í fyrsta sæti deildarinnar, jafn mörg stig og Blikar en með betri markatölu.
Valur er enn í þriðja sætinu og er fjórum stigum á undan Stjörnunni sem er í því fjórða en á leik til góða.