Jeremy Cross ritstjóri íþrótta hjá Daily Star segir að Sir Jim Ratcliffe og hans fólk skoði það alvarlega að reka Erik ten Hag úr starfi.
Líklegast er að Ten Hag yrði þá rekinn eftir leik gegn Aston Villa um næstu helgi.
Þá kemur tveggja vikna frí vegna landsleikja og tímapunkturinn sagður henta vel til að fara í breytingar.
Cross nefnir að Simone Inzahi þjálfari Inter sé einn þeira sem komi til greina sem arftaki Ten Hag.
Stjórn United skoðaði að reka Ten Hag í sumar en fann ekki kost sem félagið taldi betri.
Max Allegri sem er atvinnulaus er einnig nefndur til leiks sem mögulegur kostur fyrir United verði Ten Hag rekinn.