Pep Guardiola kennir slæmum ákvörðunum um jafntefli sinna manna í gær í leik gegn Newcastle.
Newcastle kom þónokkrum á óvart og náði í 1-1 jafntefli gegn meisturunum og má segja að úrslitin hafi verið sanngjörn.
City átti í erfiðleikum með að skapa sér góð færi í leiknum en Guardiola segir að sínir menn hafi ekki spilað sinn besta leik að þessu sinni.
,,Þeir fengu góð augnablik á fyrstu 10 mínútunum og eftir fyrsta markið en heilt yfir spiluðum við fínan leik,“ sagði Guardiola.
,,Við tókum slæmar ákvarðanir á lokametrunum til að koma leiknum í 2-0. Það er alltaf erfitt að spila hérna, þeir eru líkamlega sterkir og verjast aftarlega á vellinum.“
,,Við fengum færi til að skoða en Nick Pope var frábær í markinu svo við sættum okkur við stig.“