Fjölmörg stórlið bæði á Englandi og í Evrópu hafa mikinn áhuga á enska landsliðsmanninum Angel Gomes.
Telegraph greinir frá þessu í dag en Gomes er 24 ára gamall og hefur spilað með Lille í Frakklandi undanfarin fjögur ár.
Þar hefur miðjumaðurinn staðið sig frábærlega og árið 2024 spilaði hann sína fyrstu tvo landsleiki fyrir England.
Gomes hefur verið lykilmaður fyrir Lille undanfarin fjögur ár en hann var fyrir það hjá Manchester United.
Gomes fékk fá tækifæri hjá United og spilaði aðeins tíu leiki í öllum keppnum áður en hann var látinn fara frítt.