Cole Palmer er ennþá bara ‘fínn leikmaður’ eftir að hafa skorað fernu gegn Brighton í ensku úrvalsdeildinni í fyrradag.
Palmer fékk að sjálfsögðu að taka boltann með sér heim eftir leikinn sem lauk með 4-2 sigri heimaliðsins, Chelsea.
Palmer var besti maður vallarins og er nú með sex mörk á tímabilinu en hann er talinn vera mikilvægasti leikmaður Chelsea.
Romeo Lavia, liðsfélagi Palmer, skrifaði á leikboltann eftir lokaflautið og kallar þar Palmer ‘miðlungs leikmann.’
Lavia er þar að bjóða upp á létt grín en Palmer og hann eru góðir vinir og þekkjast nokkuð vel.
Lavia birti mynd af þessu á Instagram síðu sína eins og má sjá hér fyrir neðan.