Cole Palmer var ekki of sáttur í fyrradag eftir að hafa skorað fernu í fyrri hálfleik gegn Brighton en hann er leikmaður Chelsea.
Palmer var frábær í fyrri hálfleik í 4-2 sigri Chelsea en öll mörk leiksins voru skoruð á fyrstu 45 mínútunum.
Englendingurinn segist hafa getað skorað enn fleiri mörk en getur þó fagnað þremur stigum eins og aðrir leikmenn og stuðningsmenn félagsins.
,,Ég hefði átt að skora fimm eða sex mörk. Þegar ég klikkaði á fyrsta færinu þá var ég pirraður en ég fann á mér að við myndum fá fleiri tækifæri þar sem þeir spila hátt á vellinum,“ sagði Palmer.
,,Stjórinn var með gott leikplan fyrir viðureignina, við vissum hvernig við ættum að sækja og hvernig við áttum að gefa boltann. Brighton er gott lið og spila góðan bolta.“
,,Þeir spila ekki ósvipað og við. Þrjú stig eru það sem við vildum og það sem við fengum.“