fbpx
Laugardagur 28.september 2024
433Sport

Telja að uppgjöf sé í Hafnarfirði eftir að Heimir lét „skrýtin“ ummæli falla í vikunni

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 28. september 2024 12:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ummæli Heimis Guðjónssonar í vikunni vöktu furðu svo eftir var tekið um þetta var í rætt í útvarpsþætti Fótbolta.net sem nú er í gangi.

Ummælin lét Heimir falla eftir 3-0 tap gegn Víkings í efri hluta Bestu deildarinnar á miðvikudag. „Ég var hæstánægður með frammistöðu FH-liðsins við skildum allt eftir á vellinum og spiluðum mjög vel á köflum,“ sagði Heimir við Fótbolta.net í áhugaverðu viðtali.

Þetta telja margir furðuleg ummæli og Tómas Þór Þórðarson er einn þeirra. „Ég sendi á góðan FH-ing hvað hann ætti við og hann hélt að hann væri að tala um 2020 lið Víkings. Þetta voru skrýtin ummæli,“ sagði Tómas í útvarpsþættinum.

ÁRið 2020 var Víkingur nálgæt því að falla úr Bestu deildinni. „Frammistaða FH gegn Víkingi og í leikjum tímabilsins hefur verið góð en þetta var skrýtið,“ sagði Tómas.

Elvar Geir Magnússon ritstjóri Fótbolta.net telur að uppgjöf sé í Kaplakrika. „Uppgjafatónn í FH-ingum eftir að fjórða sætið varð ekki Evrópusæti,“ sagði Elvar.

FH er í sjötta sæti Bestu deildarinnar og er sex stigum á eftir Val sem situr í þriðja sætinu sem er síðasta sætið sem gefur Evrópusæti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Skilur ekki viðhorf enskra liða – ,,Vona innilega að þeir taki þessu alvarlega“

Skilur ekki viðhorf enskra liða – ,,Vona innilega að þeir taki þessu alvarlega“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Hermann uppljóstraði um slagsmál sem áttu sér stað í landsliðinu – ,,Hann hendir honum út og læsir hurðinni“

Hermann uppljóstraði um slagsmál sem áttu sér stað í landsliðinu – ,,Hann hendir honum út og læsir hurðinni“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Fyrsti kostur Trent að framlengja á Anfield – Real Madrid horfir til United ef Trent kemur ekki

Fyrsti kostur Trent að framlengja á Anfield – Real Madrid horfir til United ef Trent kemur ekki
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Liverpool hefur ekki áhuga á 100 milljón punda miðjumanninum

Liverpool hefur ekki áhuga á 100 milljón punda miðjumanninum
433Sport
Í gær

Oliver Heiðarsson til æfinga hjá Watford og Everton

Oliver Heiðarsson til æfinga hjá Watford og Everton
433Sport
Í gær

Hemmi Hreiðars segir upp hjá ÍBV – Flytur í höfuðborgina ásamt fjölskyldu sinni

Hemmi Hreiðars segir upp hjá ÍBV – Flytur í höfuðborgina ásamt fjölskyldu sinni