Því var haldið fram í hlaðvarpinu Gula Spjaldið í gær að Valur hefði sett sig í samband við Rúnar Kristinsson um að taka við þjálfun liðsins.
Rúnar er þjálfari Fram í dag og er á sínu fyrsta ári með liðið, hefur hann bætt gengi liðsins talsvert.
Rúnar var lengi þjálfari KR en þjálfaði einnig Lilleström og Lokeren í atvinnumennsku.
Albert Brynjar Ingason fyrrum framherji Vals kom með þessi tíðindi í þættinum og voru sagðar öruggar heimildir á bak við þetta.
Srdjan Tufegdzic var ráðinn þjálfari Vals á miðju tímabili þegar Arnar Grétarsson var rekinn úr starfi.