fbpx
Miðvikudagur 15.janúar 2025
433Sport

Starfsmaður RÚV gerir allt brjálað með umdeildri skoðun – „Ef maður rekur þráðinn alla leið meikar þetta alls ekkert sense“

433
Föstudaginn 20. september 2024 12:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einar Örn Jónsson starfsmaður Ríkisútvarpsins telur að ríki og borg eigi ekki að koma nálægt því að hafa hér knattspyrnuvöll sem er nothæfur miðað við regluverk UEFA í Evrópukeppnum félagsliða. Setur hann þessa skoðun sína fram á X-inu.

Í ljós kom í dag að Víkingur muni leika heimaleiki sína í Sambandsdeildinni á Kópavogsvelli, leikirnir fara fram um miðjan dag þar sem ekki er boðleg flóðlýsing á völlum Íslands fyrir svona leiki.

Breiðablik fór í þessa sömu keppni í fyrra, liðið lék tvo heimaleiki á Laugardalsvelli en gat ekki leikið þriðja leikinn þar vegna þess að völlurinn var ónothæfur vegna frosts.

Ekki er hægt að spila á Laugardalsvelli þar sem verið er að fara í framkvæmdir. „Víkingur á Kópavogsvelli var augljósa niðurstaðan allan tímann, virðist vera. Hitt var bíó. En að skamma ríki/sveitarfélög fyrir að útvega ekki völl er fullkomin della. Ef félög vilja völl fyrir gróðastarfsemina borga þau sjálf. Opinbera borgar barnastarfið og grunnaðstöðu,“ skrifar Einar á X-ið en hann er fyrrum landsliðsmaður í handbolta.

Ummæli Einars falla svo sannarlega í grýttan jarðveg frá forystu fótboltans á Íslandi. „Þurfum að eiga einn þjóðar keppnisvöll í öllum greinum sem ríki og sveitarfélög verða að koma að. Félagslið geta svo keppt þar þegar þannig liggur við. Afreksstarf er ekki hægt án barnastarfs og barnastarf er ómarkvisst án afreksstarfs,“ segir Sævar Pétursson framkvæmdarstjóri KA.

Einar segir það galna umræðu að ríkið eigi að borga völl fyrir félagslið í Evrópukeppni. „Akkúrat. Ef lið vilja keppa þar borga þau. Ekki satt? Afreksstarf er alveg hægt án þess að ríkið splæsi í völl fyrir félögin? Ekki skilja mig þannig að èg vilji ekki þjóðarvöll, hann kemur random Evr.þátttöku bara ekkert við og ákall á ríkið um það er bull.“

„ÍTF eru félögin. Eðlilega vilja þau fá löglega velli. Skiljanlega vilja þau líka að einhver annar borgi. Allt normal. Það gerir það bara ekki rétt. Ef maður rekur þráðinn alla leið meikar þetta alls ekkert sense.“

Þorkell Máni Pétursson, stjórnarmaður hjá KSÍ er verulega ósammála Einari. „Hvaða della er þetta. Riki og sveitarfélög eiga þessa velli. Ekki félögin. Það er lágmarkskrafa að hér sé einn almennilegur völlur. Það er rétt að knattspyrnan kemur með tekjur uppá yfir milljarð til landsins á hverju ári öfugt við aðrar greinar. Hér er verið að ráðast í rándýrt verkefni sem kallast þjóðarhöll sem er mun dýrar en breytingar á laugardalsvelli. Fyrir íþróttir sem eru samanlagt með mun færri iðkendur og minni tekjur. Þetta er bara galin afstaða hjá þér Einar. Þú getur betur,“ skrifar Máni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Enn eitt félagið orðað við Rashford

Enn eitt félagið orðað við Rashford
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Þorðu ekki að taka sénsinn á Van Dijk – Gerði mistök því honum leiddist

Þorðu ekki að taka sénsinn á Van Dijk – Gerði mistök því honum leiddist
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Á leið til Manchester fyrir hátt í sex milljarða

Á leið til Manchester fyrir hátt í sex milljarða
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Chelsea sendir inn fyrirspurn til Bayern Munchen

Chelsea sendir inn fyrirspurn til Bayern Munchen
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Víkingur staðfestir komu Atla Þórs

Víkingur staðfestir komu Atla Þórs
433Sport
Í gær

KSÍ og Víkingur ræða um peningaupphæðina fyrir Arnar – Þetta er líklegasta talan

KSÍ og Víkingur ræða um peningaupphæðina fyrir Arnar – Þetta er líklegasta talan
433Sport
Í gær

Rýnt í gögnin eftir andlátið – Var í eins og hálfs milljarða skuld

Rýnt í gögnin eftir andlátið – Var í eins og hálfs milljarða skuld