Luis Enrique, stjóri Paris Saint-Germain, virtist hafa skotið létt á fyrrum leikmann liðsins, Kylian Mbappe, í vikunni.
Enrique ræddi við fjölmiðla eftir leik við Girona í Meistaradeildinni en PSG er í dag án Mbappe sem hefur gert samning við Real Madrid.
Mbappe var aðalmaðurinn hjá PSG og þeirra helsta stjarna enda um einn besta fótboltamann heims að ræða.
Blaðamaður spurði Enrique hvort hann væri búinn að finna nýja stjörnu og segir hann að það sé staðan en að það sé ekki einn einstaklingur heldur allir.
Mbappe réð miklu í búningsklefanum og á bakvið tjöldin hjá PSG og gæti það verið ákveðinn léttir að hann sé kominn með nýtt heimili.
,,Já við erum með stjörnu, stjörnu sem skín bjartar en allt annað,“ sagði Enrique í samtali við TNT Sports.
,,Það er liðið okkar. Það er stjarnan, liðið. Það er magnað. Það er eitthvað sem ég reyni að segja mínum leikmönnum.“