Fyrrum undrabarnið Mikayil Faye hafði engan áhuga á að ganga í raðir Manchester United í sumar.
Þetta segir umboðsmaður leikmannsins, Bara, en Faye yfirgaf Barcelona fyrir Rennes í Frakklandi.
Um er að ræða efnilegan miðvörð sem er 20 ára gamall en hann hefur spilað einn landsleik fyrir Senegal.
Faye var á mála hjá varaliði Barcelona og spilaði þar 35 leiki en fékk ekki tækifæri með aðalliðinu.
United fékk til sín Leny Yoro frá Lille að lokum og einnig Hollendinginn Matthijs de Ligt frá Bayern Munchen.
,,Manchester United hafði áhuga á Faye en hann hafði lítinn áhuga á þeim möguleika,“ sagði Bara.
,,Hann var ekki byrjunarliðsmaður hjá Barcelona svo af hverju væri staðan betri hjá Manchester United? Hann hefði ekki þróast sem leikmaður þar.“