Aitana Bonmati er í dag launahæsta knattspyrnukona heims eftir að hafa krotað undir nýjan samning við Barcelona.
Frá þessu greinir ESPN en Bonmati krotaði undir samning við Barcelona sem gildir til ársins 2028.
Samningur Bonmati átti að renna út 2025 en Chelsea reyndi að klófesta þennan frábæra miðjumann í sumar en án árangurs.
Laun leikmanna í kvennaboltanum eru ekki gefin upp en ESPN fullyrðir að engin kona hafi fengið jafn vel borgað og Bonmati fær í dag.
Um er að ræða einn besta leikmann heims í íþróttinni en hún hefur allan sinn atvinnumannaferil leikið með Barcelona.
Hún er 26 ára gömul og á að baki 65 landsleiki fyrir Spán.