Elvar Geir Magnússon, ritstjóri Fótbolta.net segir þá sögu heyrast í Vesturbæ að þar séu menn búnir að missa alla þolinmæði fyrir Eyþóri Wöhler sóknarmanni liðsins.
KR keypti Eyþór frá Breiðablik í vor en hann eins og fleiri leikmenn hafa ekki fundið taktinn. Ein af ástæðum þess að menn eru pirraðir á Eyþóri er þátttaka hans í hljómsveitinni HubbaBubba.
HubbaBubba hefur verið mjög áberandi í sumar, bæði á samfélagsmiðlum og á tónleikum víða um land.
„Leigubílasaga úr Vesturbænum að menn séu mjög pirraðir á Eyþóri Wöhler, ónotaður varamaður í gær og hefur ekki komið með neitt á borðinu. Á meðan er hann út um allt á samfélagsmiðlum,“ sagði Elvar Geir í nýju hlaðvarpi Fótbolta.net og átti þar við hljómsveitina sem vakið hefur mikla athygli í sumar.
@hubbabubbamusik HÚBBABÚBBA X LUIGI 00:00 í kvöld!! #þegiðusíðan #hubbabubba #fy @Óskar Borgþórsson @soley ♬ HúbbaBúbba x Luigi – HubbaBubba
Valur Gunnarsson tók undir þetta með Elvari að Eyþór væri ekki að standa sig. „Þegar Skaginn fellur árið 2022, þá var hann í Skaganum og var frábær. Hann var bæði að pressa út um allan völl, og góður að klára færin. Framherji sem maður hefði drepið að hafa í liðinu, hann fór í Breiðablik og það var aldrei að fara að virka. Hann getur verið fínasti leikmaður í miðlungsliðum. Þvílíkt fjarað undan ferlinum.“
Elvar nefndi svo að einn af betri leikmönnum KR væri. mögulega hættur. „Og að Stefán Árni Geirsson væri mögulega hættur,“ sagði Elvar en Stefán var ekki í hóp hjá KR í gær.