Cristiano Ronaldo var ekki með Al-Nassr í Meistaradeild Asíu í gær vegna veikinda, gat hann ekki verið með liðinu.
Al-Nassr gerði 1-1 jafntefli við Al Shorta frá Írak.
Ronaldo var ekki í hóp en Al-Nassr segir að Ronaldo sé með vírus og því gat hann ekki spilað.
Al-Nassr vonast hins vegar að Ronaldo geti spilað um helgina þegar Ronaldo og félagar mæta Al Ettifaq.
Al Ettifaq leikur undir stjórn Steven Gerrard.