fbpx
Laugardagur 21.desember 2024
433Sport

Andlegt helvíti fyrir Phil Jones sem þurfti að hætta – „Fannst mjög erfitt að fara á veitingastaði í mörg ár“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 17. september 2024 09:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Phil Jones fyrrum varnarmaður Manchester United segist hafa gengið í gegnum algjört helvíti á ferli sínum, ástandið varð svo slæmt að hann vildi ekki fara út úr húsi.

Jones hefur lagt skóna á hilluna en hann var í tíu ár hjá Manchester United en var mikið meiddur.

Jones segist hafa liðið mjög illa með það að vera alltaf meiddur. „Ég hef farið í gegnum helvíti andlega,“ segir Jones.

„Sem fótboltamaður áttu að setja grímuna á þig, þú færð svo mikið borgað að þú átt ekki að hafa tilfinningar.“

„Líkamleg meiðsli mín gerðu mig andlega veikan.“

Jones segist oft hafa hugsað út í málið á meðan hann var meiddur. „Fólk fer að ræða að þú sért alltaf meiddur, ég vaknaði samt aldrei og ætlaði mér að meiðast þann daginn.“

„Mín leið var að þegja, setja upp skjöldinn. Ég ræddi varla við vini mína.“

„Þú gast verið að labba út á götu og fólk sagði eitthvað sem fór í taugarnar á þér. Ef fólk hefði bara séð allt sem ég gerði til þess að koma mér í gang.“

„Mér fannst mjög erfitt að fara á veitingastaði í mörg ár, þú settir hausinn niður. Ég vildi ekki að fólk myndi þekkja mig.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Pogba orðaður við mjög óvænt skref

Pogba orðaður við mjög óvænt skref
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Lúðvík velur hóp til æfinga

Lúðvík velur hóp til æfinga
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum
Verðlaunafé snarhækkar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Viðurkennir að 5 milljarða maðurinn gæti strax verið á förum

Viðurkennir að 5 milljarða maðurinn gæti strax verið á förum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Virkilega sáttur með að hafa yfirgefið Manchester United

Virkilega sáttur með að hafa yfirgefið Manchester United
433Sport
Í gær

Svona verða undanúrslit enska deildabikarsins

Svona verða undanúrslit enska deildabikarsins
433Sport
Í gær

Víkingar mæta slóvensku eða grísku liði – Spilað í febrúar

Víkingar mæta slóvensku eða grísku liði – Spilað í febrúar