Steven Schumacher hefur verið rekinn úr starfi sem knattspyrnustjóri Stoke City sem leikur í næst efstu deild. Schumacher stýrði Stoke í tíu mánuði.
Schumacher er rekinn en Stoke hefur tapað þremur af fyrstu fimm leikjum tímabilsins.
Ryan Shawcross sem var lengi vel í vörn Stoke og var mikill jarðjaxl tekur tímabundið við.
„Það er réttur tími fyrir breytingar til að reyna að ná árangri,“ segir Jonn Walters yfirmaður knattspyrnumála hjá Stoke.
Stoke var lengi vel í ensku úrvalsdeildinni en liðinu hefur tekki tekist að finna taktinn síðustu ár í næst efstu deild.