Einn stuðningsmaður Arsenal fór ansi sáttur að sofa í gær þegar hann breytti 40 pundum í 6031 pund með ótrúlegum hætti.
Stuðningsmaðurinn setti þá saman seðil yfir leik Arsenal og Tottenham þar sem þeir rauðu unnu granna sína.
Maðurinn setti á það að Gabriel myndi skora fyrir Arsenal, að Arsenal myndi vinna 0-1 sigur og staðan væri jöfn í hálfleik.
Allt þetta datt og maðurinn sem var mættur á völlinn fagnaði vel í leikslok með milljón í vasanum.
Um er að ræða ótrúlega heppni að svona detti en Gabriel var ekki mjög líklegur til þess að skora í leiknum.
Seðilinn má sjá hér að neðan.