fbpx
Laugardagur 21.desember 2024
433Sport

Stuðningsmenn agndofa eftir frammistöðu nýja mannsins í gær – ,,Þvílíkur leikmaður“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 15. september 2024 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stuðningsmenn Chelsea voru í raun agndofa yfir frammistöðu vængmannsins Jadon Sancho í gær.

Sancho er alls ekki vinsæll á meðal stuðningsmanna Manchester United en hann stóðst ekki væntingar á Old Trafford.

United ákvað að lána Sancho til Chelsea í sumar og spilaði Englendingurinn sinn fyrsta leik í gær.

Sancho kom inná sem varamaður í hálfleik en hann lagði upp eina mark leiksins á Christopher Nkunku.

Sancho var besti maður vallarins eftir innkomuna og átti margar flottar rispur í tæpum 1-0 sigri.

,,Jadon Sancho, þú ert ótrúlegur,“ skrifaði einn á samskiptamiðlinum X og bætir annar við: ,,Þetta er Sancho sem við þekkjum, þvílíkur leikmaður.“

Fjölmargir aðrir tóku undir þessi ummæli en Chelsea þarf að kaupa leikmanninn næsta vetur eftir að lánssamningi lýkur.

Sancho var valinn bestur af Sky Sports eftir leik eins og má sjá á myndinni hér fyrir ofan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Barcelona mun biðja Atletico eða Valencia um hjálp

Barcelona mun biðja Atletico eða Valencia um hjálp
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Carragher baunar á Rashford: ,,Ekki nógu góður svo við séum að tala um hann svo oft“

Carragher baunar á Rashford: ,,Ekki nógu góður svo við séum að tala um hann svo oft“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Pogba orðaður við mjög óvænt skref

Pogba orðaður við mjög óvænt skref
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Lúðvík velur hóp til æfinga

Lúðvík velur hóp til æfinga
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum
Verðlaunafé snarhækkar