Völsungur fer upp í Lengjudeildina á þessu tímabili en liðið valtaði yfir KFA í lokaumferðinni.
Leiknum lauk með 8-3 sigri Völsungs á útivelli sem hafnar í öðru sætinu með 43 stig, átta sitgum á eftir Selfoss.
Selfoss var búið að tryggja sig upp fyrir lokaumferðina og gerði 2-2 jafntefli við Ægi á sama tíma.
Víkingur Ólafsvík og þróttur Vogum gerðu sitt og unnu sína leiki en enda stigi fyrir neðan Völsung í þriðja og fjórða sæti.
Reynir Sandgerði og KF fara niður en þau töpuðu bæði sínum leikjum í dag.