Lamine Yamal segist ná vel saman með vængmanninum Nico Williams en þeir léku saman á EM í sumar.
Williams er talinn vera á óskalista Barcelona sem er félagslið Yamal en hann gekk þó ekki í raðir stórliðsins í sumar.
Möguleiki er á að Barcelona reyni aftur við Williams á næsta ári en hann og Yamal yrðu væntanlega eitraðir saman í sóknarlínu liðsins.
Williams hafði ekki áhuga á að yfirgefa Athletic þetta sumarið og keypti Barcelona þess í stað Dani Almi frá RB Leipzig.
,,Ég væri til í að spila með honum í hverri einustu viku. Ég vona að það gerist en hann er í dag hjá Athletic,“ sagði Yamal.
,,Við höfum áhuga á sömu hlutunum, sömu tónlistinni og við horfum mikið á fólk danska á TikTok. Ég er hrifinn af raggae tónlist, franskri tónlist og brasilískri.“