Raheem Sterling er enn óvinsælli á meðal stuðningsmanna Chelsea í dag eftir frétt sem birtist í gærkvöldi.
Þar voru ummæli Mikel Arteta, stjóra Arsenal, birt en Sterling samdi einmitt við granna Chelsea í sumarglugganum.
Sterling skrifaði undir lánssamning út tímabilið og gæti svo verið keyptur næsta sumar.
Sterling var ekki vinsæll á meðal stuðningsmanna Chelsea fyrir nýjustu ummælin en hann sagði fyrr í sumar að Arsenal væri hinn fullkomni áfangastaður fyrir sig.
,,Það fyrsta sem Raheem Sterling sagði við mig var: ‘Mig dreymdi um þetta símtal.’ Það er allt saman!“ sagði Arteta.
,,Hann var nú þegar að reyna að komast til okkar svo þetta samtal gekk auðveldlega fyrir sig, hann vildi mikið koma hingað.“