Coleen Rooney eiginkona Wayne Rooney þjálfara Plymouth Argyle er verulega ósátt með enska blaðið Daily Mail sem sagði hana hafa verið vel drukkna á heimleið þegar hún var við það að hrasa.
Coleen skellti sér út með vinum í Manchester borg í gær en þegar hún var á leið í kvöldverð var hún við það að detta.
„Klukkan var 20:00 og ég var á leið á viðburð eftir að hafa verið heima hjá mér, hællinn á skónum festist í hellu,“ skrifar Coleen.
„Þetta sannar hvernig sögur eru hreinlega búnar til aftur og aftur og aftur og aftur.“
Coleen hefur lengi átt í stríði við ensk blöð sem hafa skrifað margar ósannar sögur um hana. Margar af þeim bjó hún til á Instagram reikningi sínum til að hrella blöðin og komast að því hvaða vinur hennar væri að deila sögum með enskum blöðum.