Enska knattspyrnusambandið er að reyna að finna sér þjálfara eftir að Gareth Southgate sagði upp störfum eftir Evrópumótið í sumar.
Lee Carsley stýrir liðinu nú tímabundið en enska sambandið hefur ekki tekið ákvörðun um hvort hann fái starfið.
Fimm nöfn eru á blaði sambandsins samkvæmt enska blaðinu Mirror.
Graham Potter einn þeirra sem kemur til greina en hann hefur verið atvinnulaus um langt skeið eftir að hafa verið rekinn frá Chelsea. Eddie Howe stjóri Newcastle kemur einnig til greina.
Stór nöfn eru á blaði og draumur margra væri Jurgen Klopp en ekki er talið líklegt að hann sé klár.
Pep Guardiola er nefndur til sögunnar en hann verður samningslaus hjá Manchester City næsta sumar og þá er einnig rætt um Thomas Tuchel sem hætti með Bayern í sumar.