Mauricio Pochettino hefur verið ráðinn sem landsliðsþjálfari Bandaríkjanna en frá þessu var greint seint í gær.
Pochettino er 52 ára gamall en hann var síðast hjá Chelsea en var rekinn eftir síðasta tímabil.
Argentínumaðurinn hefur komið víða við á ferlinum sem þjálfari en nefna má Chelsea, Tottenham og Paris Saint-Germain.
Pochettino skrifar undir tveggja ára samning og mun þjálfa bandaríska liðið á heimavelli á HM 2026.
Gregg Berhalter var rekinn sem þjálfari Bandaríkjanna fyrr á þessu ári og hefur Pochettino verið númer eitt á óskalista knattspyrnusambandsins í dágóðan tíma.