Noni Madueke fékk að spila sinn fyrsta landsleik fyrir England í gær er liðið mætti Finnlandi.
Madueke er leikmaður Chelsea en hann hefur byrjað tímabilið vel og skoraði nýlega þrennu gegn Wolves.
Það var fyrsta þrenna Madueke á sínum leikmannaferli en hann er í dag mikilvægur hlekkur í liði Chelsea.
Madueke nýtti tækifærið vel og lagði upp annað mark Englands á Harry Kane í 2-0 sigri – Kane skoraði bæði mörkin.
Það tók Madueke aðeins tíu mínútur að leggja upp eftir innkomuna en hann er nú með fjögur mörk á tímabilinu og eina stoðsendingu fyrir félagslið og landslið.